Starfsfólk

  • Árni Sveinbjörnsson, Framkvæmdarstjóri

    Árni Sveinbjörnsson er annar stofnanda MVE og hefur starfað sem meindýatæknir í 30 ár

  • Sveinbjörn Árnason, Umsjónarmaður úttekta og tæknisviðs

    Sveinbjörn hefur verið með meindýravarnaréttindi síðan 2012.
    Sveinbjörn leggur mikla áherslu á þekkingu á reglugerðum og íslenskum sem og erlendum gæðastöðlum

  • Elín Björnsdóttir, Skrifstofu og markaðsstjóri

    Elín Björnsdóttir er annar stofnanda MVE

  • Ívar Örn Hauksson. Umsjónarmaður eftirlita

    Meindýratæknir

  • Konráð Gylfason, Veiðistjóri

    Umsjónarmaður eyðingu viltra dýra.
    Meindýratæknir.

  • Elvar Snæbjarnarson, Líffræðingur

    Líffræðingur

  • Gunnar Árni, Meindýratæknir

    Meindýratæknir

  • Björgvin Þór

    Björgvin Þór, Aðstoðarmaður meindýraeyðis

    Nemi í meindýravörnum

Meindýravarnir MVE er stoltur meðlimur í
Félagi Breskra Meindýraeiða

Um Meindýravarnir MVE

Meindýravarnir MVE ehf hóf starfsemi sína í mars árið 1993. Stofnendur eru Árni Sveinbjörnsson og Elín Björnsdóttir og þau reka sitt fyrirtæki enn í dag. Reksturinn hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og vinna nú þrír starfsmenn Með fullgild réttindi hjá fyrirtækinu í fullu starfi allt árið um kring. Starfsemin nær yfir allt landið þar sem Meindýravarnir MVE eru með fasta þjónustusamninga við stór sem smá fyrirtæki, sveitafélög og stofnanir í öllum landshlutum. Fyrirtækið leggur áherslu á trúnað, fagleg vinnubrögð og sanngjarnt verð til sinna viðskiptavina. Aukin vakning er hjá rekstraraðilum fyrirtækja í dag að leggja áherslu á reglubundið eftirlit hvað varðar meindýravarnir. Það er góð ímynd að tryggja öryggi reksturs og starfsmanna. Einnig er það ákveðinn gæðastimpill út á við til þeirra viðskiptavina.
Meindýravarnir MVE hafa þjónustað viðskiptavini sína í tæp 30 ár og hafa því áratugareynslu á sviði meindýravarna og garðaúðunar. Alltaf hafa þeir unnið með vönduð og viðukennd efni til að lámarka skaða náttúrunnar. Allur tækjabúnaður er fyrsta flokks sem tryggir vönduð vinnubrögð og betri árangur. Starfsmenn fara reglulega á sýningar og fyrirlestra erlendis til að viðhalda faglegri þekkingu og til að fylgjast með þróun í greininni.